Landnámabók eða einfaldlega Landnáma er elsta ritaða heimildin um landnám Íslands. Hún hefur að geyma upptalningu landnámsmanna Íslands og oft stuttar frásagnir af þeim. Rekur hún ættir landnámsmanna og í henni er að finna 3000 eiginnöfn og 1400 örnefni. Hún er upprunalega talin hafa verið rituð á fyrri hluta 12. aldar en það eintak er glatað. Til eru fimm uppskrifanir á henni, Sturlubók, Hauksbók, Melabók, Skarðsárbók og Þórðarbók.
Sturlubók sem þið hafið hér er endurskrift frá 17. öld rituð af Jóni Erlendssyni upp úr aldagömlum skinnhandritum eftir Sturlu Þórðarson sem urðu eldinum að bráð í Kaupmannahöfn árið 1728.
-
- HÖFUNDUR:
- Óþekktur
- ÚTGEFIÐ:
- 2016
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 216